Meiddur Miðjumaðurinn Willum Þór er að glíma við meiðsli.
Meiddur Miðjumaðurinn Willum Þór er að glíma við meiðsli. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Willum Þór Willumsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í vináttuleikjunum sem framundan eru. Ísland mætir Englandi og Hollandi ytra á föstudag og mánudag. Willum meiddist á nára í leik með Go Ahead Eagles í deildarleik í Hollandi…

Willum Þór Willumsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í vináttuleikjunum sem framundan eru. Ísland mætir Englandi og Hollandi ytra á föstudag og mánudag. Willum meiddist á nára í leik með Go Ahead Eagles í deildarleik í Hollandi undir lok tímabilsins en ekki hefur verið gefið út hvort um sömu meiðsli er að ræða. Leikurinn við England fer fram á Wembley og leikurinn við Holland á heimavelli Feyenoord í Rotterdam.