Gunnar Helgason
Gunnar Helgason
Sumarbókavika er nú hafin og er hún haldin að frumkvæði Félags íslenskra bókaútgefenda í samstarfi við fjölda hagaðila. Er tilgangurinn að vekja athygli á fjölbreyttri útgáfu nýrra bóka sem út hafa komið á árinu og því hversu blómleg bókaútgáfa er hér á landi að sumri, þ.e

Sumarbókavika er nú hafin og er hún haldin að frumkvæði Félags íslenskra bókaútgefenda í samstarfi við fjölda hagaðila. Er tilgangurinn að vekja athygli á fjölbreyttri útgáfu nýrra bóka sem út hafa komið á árinu og því hversu blómleg bókaútgáfa er hér á landi að sumri, þ.e. ekki bara fyrir jól.

Einn af samstarfsaðilum Félags íslenskra bókaútgefenda er bókaverslunin Eymundsson og stendur hún fyrir dagskrá þar sem fjöldi höfunda kynnir nýjar bækur í verslunum nú í vikunni. Má nefna Gunnar Helgason sem kynnir bók sína Amma slær í gegn í Eymundsson í Kringlunni 9. júní og á Selfossi á morgun, 6. júní, og bók þeirra Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, Læk, í Smáralind 8. júní. Þórarinn Eldjárn kynnir bók sína 100 kvæði þann 8. júní á Akureyri og Eiríkur Örn Norðdahl kynnir Náttúrulögmálin á Ísafirði 8. júní.