Manuel Scembri, vínþjónninn öflugi, sem stýrir því hvað fer í glösin á ÓX.
Manuel Scembri, vínþjónninn öflugi, sem stýrir því hvað fer í glösin á ÓX. — Ljósmynd/Heiðdís G. Gunnarsdóttir
Nýverið fékkst það staðfest að íslensku veitingahúsin ÓX, Dill og Moss hefðu haldið stöðu sinni á lista Michelin yfir fremstu veitingahús í heimi. Öll eru þau handhafar einnar stjörnu frá dekkjaframleiðandanum vandláta

Nýverið fékkst það staðfest að íslensku veitingahúsin ÓX, Dill og Moss hefðu haldið stöðu sinni á lista Michelin yfir fremstu veitingahús í heimi. Öll eru þau handhafar einnar stjörnu frá dekkjaframleiðandanum vandláta.

Ljóst er að viðurkenningin sem þau hafa hlotið með stjörnugjöfinni hefur komið Íslandi á kortið sem mataráfangastað meðal þeirra sem aðeins sætta sig við það besta. Með henni geta forsvarsmenn þeirra rukkað meira og um leið lagt í meiri kostnað við að tryggja besta hráefni og vínið sem best parast með því.

Eftirspurnin eykst nær umsvifalaust þegar stjarnan er komin í hús og það byggir enn fremur undir stöðugri rekstur, sem ekki er vanþörf á í síkvikum heimi veitingahúsanna.

Blaðamenn Morgunblaðsins voru viðstaddir mikla athöfn í Helsinki þar sem Michelin-stjörnum ársins 2024 var úthlutað til veitingahúsa á Norðurlöndum. Þar var mikið um dýrðir en þar skein einnig í gegn að enginn hlýtur stjörnu úr þessum ranni öðruvísi en að leggja allt í sölurnar.

Per ardua ad astra segir latneskt máltæki, fyrir erfiðið til stjarnanna. Og því hafa veitingamennirnir íslensku kynnst. Og þeir teygja sig lengra og hærra. Ljóst er að þá dreymir um fleiri stjörnur. Það ættu Íslendingar allir að gera um leið.