Nancy Faeser
Nancy Faeser
Stjórnvöld í Þýskalandi íhuga nú að hefja á ný brottvísanir flóttafólks til Afganistan í kjölfar stunguárásar sem framin var á samkomu andstæðinga íslamstrúar í síðustu viku. Einn lögregluþjónn lést og fimm særðust í árásinni, en hún var framin af…

Stjórnvöld í Þýskalandi íhuga nú að hefja á ný brottvísanir flóttafólks til Afganistan í kjölfar stunguárásar sem framin var á samkomu andstæðinga íslamstrúar í síðustu viku. Einn lögregluþjónn lést og fimm særðust í árásinni, en hún var framin af 25 ára gömlum Afgana sem kom til Þýskalands sem flóttamaður árið 2013. Hlé var gert á brottvísunum til Afganistan eftir að talibanar náðu þar völdum árið 2021.

Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að það væri óásættanlegt að hættulegir glæpamenn fengju að dvelja óáreittir í landinu svo árum skipti. Því væri allt kapp lagt á það að finna leiðir til þess að vísa afbrotamönnum aftur til sinna heimalanda líkt og Afganistan og Sýrlands.