— Morgunblaðið/KHJ
Nýr laxateljari var á dögunum settur upp í Elliðaánum í Reykjavík. Teljarinn er á vegum Orkuveitunnar sem rekið hefur árnar í yfir 100 ár, en mun þó skila rekstrinum til Reykjavíkurborgar um næstu áramót

Nýr laxateljari var á dögunum settur upp í Elliðaánum í Reykjavík. Teljarinn er á vegum Orkuveitunnar sem rekið hefur árnar í yfir 100 ár, en mun þó skila rekstrinum til Reykjavíkurborgar um næstu áramót.

Belinda Eir Engilbertsdóttir, hópstjóri lóða og lendna, segir hafa verið ákveðið að setja upp nýjan teljara þar sem sá eldri var kominn til ára sinna. „Við reistum þetta mannvirki til að rannsaka laxastofninn,“ segir Belinda. „Þetta er hugsað til laxa- og seiðatalningar.“ Mikilvægt sé að fylgjast vel með Elliðaánum, enda séu þær einar af lykilám landsins þegar kemur að rannsóknum á stöðu laxastofnsins. gsa@mbl.is