Strákar sem meiða, glæpasaga Evu Bjargar Ægisdóttur, er á lista breska dagblaðsins The Times yfir bestu glæpasögurnar sem koma út í Bretlandi í þessum mánuði. Gagnrýnandi Times velur þar fimm bestu glæpasögurnar sem koma út þar í landi í júnímánuði

Strákar sem meiða, glæpasaga Evu Bjargar Ægisdóttur, er á lista breska dagblaðsins The Times yfir bestu glæpasögurnar sem koma út í Bretlandi í þessum mánuði. Gagnrýnandi Times velur þar fimm bestu glæpasögurnar sem koma út þar í landi í júnímánuði. Segir í gagnrýninni að Eva noti flóknar fléttur til að kanna hvernig skrímsli verði til og sýna að illskan sé oft falin bak við fallegustu brosin. „Ef þú hefur aldrei lesið bækur Evu Bjargar er kominn tími til að byrja,“ segir þar einnig.