Í dag, 5. júní, fagna hjónin Björk Guðlaugsdóttir og Páll Cecilsson 70 ára brúðkaupsafmæli. Þau voru gefin saman í Setbergskirkju af sr. Jósef Jónssyni árið 1954. Þau hafa allan sinn búskap búið í Grundarfirði og nú síðustu mánuði á Fellaskjóli, dvalarheimili aldraðra.
Uppvaxtarár Bjarkar, f. 25. desember 1935, voru á Sólvöllum í Grundarfirði en Páls, f. 20. janúar 1932, á Búðum undir Kirkjufelli eða til 13 ára aldurs en þá flutti fjölskylda hans inn í þorpið sem þá var að myndast.
Börn þeirra hjóna eru Guðlaugur Þór, Sævar og Kristín Hrönn. Afkomendurnir eru orðnir 26.