Nigel Farage
Nigel Farage
Nigel Farage ávarpaði í gær kjósendur, sem fjölmenntu á útifund hans í Clacton-kjördæmi vegna kosninganna 4. júlí nk., í tilefni af því að hann hefði skipt um skoðun á þingframboði, sem hann hafði talið til þessarar stundar að kæmi ekki til greina.

Nigel Farage ávarpaði í gær kjósendur, sem fjölmenntu á útifund hans í Clacton-kjördæmi vegna kosninganna 4. júlí nk., í tilefni af því að hann hefði skipt um skoðun á þingframboði, sem hann hafði talið til þessarar stundar að kæmi ekki til greina.

Farage hefur um dagana marga fjöruna sopið, lifað af flugslys og verið í fararbroddi í baráttunni fyrir útgöngu Breta úr ESB, sem lukkaðist, og sumir líta á sem flugslys, en aðrir telja mikla hetjudáð sem rétt sé að þjóðin verði honum eilíflega þakklát fyrir.

Nigel Farage sagði að það væri raunverulega gustuk að ýta við dauðyflunum sem nú húka á þingi.

Farage brýndi nú fundarmenn til að flykkjast um sig og senda sig á þing og þeir gætu treyst því, að þegar hann yrði þangað kominn myndu andstæðingarnir fá að kynnast því hversu djöfullega leiðinlegur hann gæti orðið.

Þær glímur yrðu vafalítið mjög eftirminnilegar.

Talsmenn Íhaldsflokksins tóku þessum orðum þunglega og sögðu að Farage ætlaði sér „að nota framboð sitt taktískt“ til að koma pólitísku höggi á núverandi stjórnarflokk, sem óneitanlega er orðalag sem íslenskir kjósendur kannast vel við frá síðustu helgi.

Nú færist fjör í neðri deild breska þingsins.