Norður ♠ G84 ♥ 643 ♦ ÁD10942 ♣ Á Vestur ♠ KD7 ♥ K1075 ♦ G3 ♣ 8654 Austur ♠ 1053 ♥ D982 ♦ K75 ♣ G107 Suður ♠ Á962 ♥ ÁG ♦ 86 ♣ KD932 Suður spilar 3G

Norður

♠ G84

♥ 643

♦ ÁD10942

♣ Á

Vestur

♠ KD7

♥ K1075

♦ G3

♣ 8654

Austur

♠ 1053

♥ D982

♦ K75

♣ G107

Suður

♠ Á962

♥ ÁG

♦ 86

♣ KD932

Suður spilar 3G.

Vörnin er í öndvegi í kaffiklúbbnum þessa dagana og þá einkum hugsunarleysi eða sofandaháttur, eins og Gölturinn vill nefna slíkt upp á gamaldags íslensku. En það er ekki alltaf sem menn sofa á verðinum og hér hefur Magnús mörgæs fundið spil úr móti í Suður-Ameríku þar sem Sílebúinn Joaquin Pacareu sýndi mikla árvekni. Pacareu var í vestur og kom út með hjarta gegn 3G.

Sagnhafi drap drottningu austurs og renndi tíguláttu yfir á kóng austurs. „Persónulega finnst mér koma til greina að dúkka,“ segir Magnús, en austur drap sem sagt strax og spilaði hjarta. Parcareu tók tvo slagi á ♥K10 og mundaði fjórða hjartað þegar hann áttaði sig á alvöru málsins – að sagnhafi gæti hent laufás í borði og greitt þannig götuna fyrir ♣KD. Parcareu sleppti takinu á síðasta hjartanu og spilaði spaðakóng. Einn niður.