Þriggja daga hátíð listavettvangsins KIOSK 108 fer fram á Seyðisfirði dagana 7.-8. júní. Á hátíðinni, sem haldin er í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, verður boðið upp á fjölbreytta viðburði undir stjórn skipstjórans Moniku Frycová og má þar nefna framsækna listsköpun, psychadelia, rokk og ról, þjóðlagatónlist, djass, pönk og metal. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu þar sem einnig segir að búast megi við „margbreytilegu og ástríðufullu neðanjarpartíi“. KIOSK 108 – Captain’s Bridge / Stýrishús – NO PANIC ehf. er sjálfstæður listavettvangur á Seyðisfirði. Hann hefur aðsetur í umbreyttu stýrishúsi trillu frá árinu 1969 þar sem iðulega fara fram tónleikar og gjörningar. Frekari upplýsingar um hátíðina er að finna á vef KIOSK 108, kiosk108.net, og á Instagram-síðunni kiosk108iceland.