Vextir komnir 3,75% í Evrópu.
Vextir komnir 3,75% í Evrópu.
Seðlabanki Evrópu (ECB) ákvað í gær að fara að fordæmi seðlabanka Kanada, Svíþjóðar og Sviss, og lækka í fyrsta skipti í fimm ár metháa innlánsvexti sína um 0,25 prósentustig, úr 4% í 3,75%. Reuters-fréttaveitan greinir frá að með því að lækka…

Seðlabanki Evrópu (ECB) ákvað í gær að fara að fordæmi seðlabanka Kanada, Svíþjóðar og Sviss, og lækka í fyrsta skipti í fimm ár metháa innlánsvexti sína um 0,25 prósentustig, úr 4% í 3,75%. Reuters-fréttaveitan greinir frá að með því að lækka vextina sé byrjað að vinda ofan af miklum vaxtahækkunum bankans sem komu til vegna verðbólguskotsins eftir heimsfaraldurinn.

Að mati greinenda fréttaveitunnar gæti ákvörðunin markað upphaf á vaxtalækkunarferli hjá ECB en þrálát verðbólga í Evrópu og aukinn launaþrýstingur gæti gert það að verkum að bankinn bíði í marga mánuði með að lækka vextina aftur.