Systurskip Týr og Ægir áður en skipin voru skilin að í fyrrasumar.
Systurskip Týr og Ægir áður en skipin voru skilin að í fyrrasumar. — Morgunblaðið/sisi
Gamla varðskipið Týr er aftur komið í íslenska landhelgi og dólaði úti á Faxaflóa í gær. Skipið var sem kunnugt er selt úr landi og kallast nú Poseidon V. Ástæðan fyrir komu þess hingað til lands er að það á að sækja systurskip sitt, gamla…

Gamla varðskipið Týr er aftur komið í íslenska landhelgi og dólaði úti á Faxaflóa í gær. Skipið var sem kunnugt er selt úr landi og kallast nú Poseidon V.

Ástæðan fyrir komu þess hingað til lands er að það á að sækja systurskip sitt, gamla varðskipið Ægi, og draga til Grikklands þar sem ætlunin er að þau verði notuð til ferjusiglinga.

Samkvæmt upplýsingum frá Igor Bjarna Kostic, viðskiptastjóra hjá skipamiðluninni Gára, hefur Ægir, sem nú kallast Oceanus V., legið hér einn síðan í ágúst á síðasta ári þegar Týr sigldi á brott. Viðgerðarmenn á vegum nýju eigendanna hafa síðan þá reynt að gera skipið hæft til siglinga enda stóð til að það yrði farið fyrir árslok. Þeir urðu þó á endanum að játa sig sigraða. Mun því Týr draga Ægi til nýrra heimkynna þeirra á Grikklandi á næstu dögum.

Skipin höfðu legið um langt skeið við Skarfabakka eftir að hafa gegnt hlutverkum sínum sem varðskip Landhelgisgæslunnar um árabil, allt frá þorskastríðunum við Breta. Skipin tvö voru seld fyrir 51 milljón kr. hdm@mbl.is