Verðlaunahafinn Steinunn segir viðurkenninguna mikinn heiður.
Verðlaunahafinn Steinunn segir viðurkenninguna mikinn heiður. — Ljósmynd/Sunna Ben
Steinunn María Þormar hlaut viðurkenningu úr styrktarsjóði Halldórs Hansen, sem veitt var í 19. sinn 3. júní síðastliðinn í Salnum í Kópavogi. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu tónlistarsafns Listaháskóla Íslands, ásamt því að veita…

Steinunn María Þormar hlaut viðurkenningu úr styrktarsjóði Halldórs Hansen, sem veitt var í 19. sinn 3. júní síðastliðinn í Salnum í Kópavogi. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu tónlistarsafns Listaháskóla Íslands, ásamt því að veita styrk til framúrskarandi tónlistarnema innan raða Listaháskólans. Steinunn María er að ljúka þriggja ára BMus-námi í söng við Listaháskóla Íslands og hlaut hún styrk upp á eina milljón. „Það er mér mikill heiður og hvatning að fá þennan styrk. Ég alveg hreint elska að syngja og spila og ég elska tónlist því hún er miðill sem hefur sameiningarmátt og tungumál sem allir skilja,“ er haft eftir henni í tilkynningu.