Lokun Rithöfundar mótmæla sumarlokun.
Lokun Rithöfundar mótmæla sumarlokun.
Rithöfundasamband Íslands mótmælir fyrirhuguðum sumarlokunum flestra útibúa Borgarbókasafnsins í sumar. Í tilkynningu frá sambandinu segir að með því skerðist nauðsynleg og lögbundin þjónusta við íbúa borgarinnar

Rithöfundasamband Íslands mótmælir fyrirhuguðum sumarlokunum flestra útibúa Borgarbókasafnsins í sumar. Í tilkynningu frá sambandinu segir að með því skerðist nauðsynleg og lögbundin þjónusta við íbúa borgarinnar.

„Það er ótækt að borgin, sem ber ábyrgð á grunnskólum og þar með lestrarkennslu í sveitarfélaginu, loki á sama tíma bókasöfnum í hagræðingarskyni og torveldi þannig barnafjölskyldum og öðrum lesendum nauðsynlegt aðgengi að lesefni yfir sumartímann,“ segir í tilkynningunni.