Forysta Ekki er ljóst hvort Guðmundur bjóði sig fram sem formann.
Forysta Ekki er ljóst hvort Guðmundur bjóði sig fram sem formann. — Morgunblaðið/Eggert
Stjórn Vinstri grænna hefur ákveðið að flýta landsfundi flokksins og verður hann því haldinn 4. október. Á fundinum verður flokksmönnum boðið að kjósa sér nýja forystu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, sendi opið bréf á flokksmenn í gær þar sem þetta var tilkynnt

Stjórn Vinstri grænna hefur ákveðið að flýta landsfundi flokksins og verður hann því haldinn 4. október. Á fundinum verður flokksmönnum boðið að kjósa sér nýja forystu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, sendi opið bréf á flokksmenn í gær þar sem þetta var tilkynnt.

Flokkurinn galt afhroð í skoðanakönnun Gallup sem birt var í vikunni, en þá mældist flokkurinn með 3% fylgi og myndi ekki ná manni inn á þing. Guðmundur segir í bréfinu til að nú sé kominn tími fyrir hreyfinguna til að líta inn á við, huga að endurnýjun og skerpa á málefnaáherslum flokksins. Starfsmaður þingflokks Vinstri grænna sagði á dögunum að ríkisstjórnarsamstarfið væri að þurrka út flokkinn.

Svandís Svavarsdóttir hefur verið orðuð við formennsku í flokknum en eftir ríkisstjórnarfund í gær vildi hún ekkert gefa upp um það hvort hún hygðist bjóða sig fram til formennsku í flokknum. Flokkurinn stendur á tímamótum en Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var formaður flokksins frá árinu 2013 þar til hún tilkynnti um forsetaframboð í apríl. hng@mbl.is