Sýning á verkum myndlistarmannsins Þorgerðar Ólafsdóttur verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands í dag klukkan 14. Hún ber heitið Brot úr framtíð og byggist á listrannsókn og myndlistarverkefni Þorgerðar þar sem hún veltir fyrir sér fyrirbærum tengdum mannöld og viðteknum hugmyndum um menningar- og náttúruarf Íslendinga, líkt og fram kemur í tilkynningu. Sýnd verða ný verk sem unnin eru með hliðsjón af völdum munum úr safneign Þjóðminjasafnsins, eða svokallaðar „samtímaminjar“. Brot úr framtíð er unnin í samstarfi við hönnuðinn Garðar Eyjólfsson og rannsóknarverkefnið Relics of Nature sem Þóra Pétursdóttur prófessor í fornleifafræði við Óslóarháskóla leiðir. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og stendur fram í nóvember. Málþing í tengslum við rannsóknina fer fram í haust.