— AFP/Michaela Stache
Kosningar til Evrópuþingsins hófust á fimmtudaginn og standa yfir fram til sunnudags. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tók þátt í síðasta kosningafundi kristilegu flokkanna í Þýskalandi fyrir kosningarnar þar í landi, sem haldinn var í München

Kosningar til Evrópuþingsins hófust á fimmtudaginn og standa yfir fram til sunnudags. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tók þátt í síðasta kosningafundi kristilegu flokkanna í Þýskalandi fyrir kosningarnar þar í landi, sem haldinn var í München.

Flest bendir til þess að flokkar sem sagðir eru yst á hægri jaðrinum muni vinna verulega á í mörgum aðildarríkjum sambandsins, en Von der Leyen sakaði þá flokka um að vilja „eyðileggja“ Evrópusambandið.

Sagði hún að Evrópa dagsins í dag væri „stórkostleg gjöf“ en að pópúlistar, öfgamenn og lýðskrumarar vildu veikja Evrópusambandið. Hét hún því að hún myndi ekki leyfa því að gerast.