Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Þjarmað er að Bjarna um ríkisfjármálin, nýkjörinn forseta, hvalveiðar og hælisleitendamál en ekki síður um ríkisstjórnarsamstarfið sem sagt er hanga á bláþræði eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur. Yfirferð á helstu fréttum vikunnar er einnig á sínum stað að vanda. Er það í höndum Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi ráðherra og Söndru Hlífar Ocares varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fara yfir það sem komst í hámæli í líðandi viku.