Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Þjarmað er að Bjarna um ríkisfjármálin, nýkjörinn forseta, hvalveiðar og hælisleitendamál en ekki síður um ríkisstjórnarsamstarfið sem sagt …

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Þjarmað er að Bjarna um ríkisfjármálin, nýkjörinn forseta, hvalveiðar og hælisleitendamál en ekki síður um ríkisstjórnarsamstarfið sem sagt er hanga á bláþræði eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur. Yf­ir­ferð á helstu frétt­um vik­unn­ar er einnig á sín­um stað að vanda. Er það í hönd­um Gunn­ars Braga Sveins­son­ar fyrr­ver­andi ráðherra og Söndru Hlíf­ar Ocares vara­borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins að fara yfir það sem komst í há­mæli í líðandi viku.