Norður ♠ ÁKDG432 ♥ 762 ♦ 6 ♣ D8 Vestur ♠ – ♥ G1098 ♦ KG1085 ♣ KG62 Austur ♠ 10985 ♥ 543 ♦ 97 ♣ 10943 Suður ♠ 76 ♥ ÁKD ♦ ÁD432 ♣ Á76 Suður spilar 7♠

Norður

♠ ÁKDG432

♥ 762

♦ 6

♣ D8

Vestur

♠ –

♥ G1098

♦ KG1085

♣ KG62

Austur

♠ 10985

♥ 543

♦ 97

♣ 10943

Suður

♠ 76

♥ ÁKD

♦ ÁD432

♣ Á76

Suður spilar 7♠.

„Ég tek fyrstu þrettán slagina og legg svo upp?“ Fuglarnir voru að velta fyrir sér bestu spilamennskunni í 7♠ og Gölturinn hjó á hnútinn á sinn afgerandi hátt, „enda sjálfspilandi spil þó svo að lokastaðan sé tilkomumikil“.

Tólf slagir blasa við og sá þrettándi skilar sér áreynslulaust ef hægt er að trompa niður tígulkónginn. Það gerist ekki í þetta sinn, en það kemur ekki að sök úr því að vestur á laufkónginn líka. Eftir fyrsta slaginn á háhjarta tekur sagnhafi fjórum sinnum tromp og hendir tveimur laufum heima. Snýr sér svo að tíglinum, tekur ásinn og trompar, fer heim á hjarta og trompar aftur tígul. Kemur þá í ljós að vestur hefur byrjað með kóng fimmta. Allt er þetta sjálfspilandi, eins og Gölturinn segir, og líka endaspretturinn – að taka síðasta hjartað og þvinga vestur til að fara niður á blankan kóng í tígli eða laufi.