Efnileg Birgitta Björg og Sölvi Halldórsson hlutu Nýræktarstyrki í ár.
Efnileg Birgitta Björg og Sölvi Halldórsson hlutu Nýræktarstyrki í ár. — Morgunblaðið/Eggert
Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Sölvi Halldórsson hlutu Nýræktar­styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta við athöfn í Gunnarshúsi á fimmtudag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrkina, en þeir eru veittir fyrir…

Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Sölvi Halldórsson hlutu Nýræktar­styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta við athöfn í Gunnarshúsi á fimmtudag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrkina, en þeir eru veittir fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum.

Skáldverk Birgittu Bjargar ber titilinn Moldin heit og er lýst í umsögn dómnefndar sem „forvitnilegri og vel skrifaðri skáldsögu um listsköpun, sorg og missi. [...] Leikið er skemmtilega með form textans þannig að hann minnir einum þræði á dans.“ Verk Sölva nefnist Þegar við vorum hellisbúar og er „hugmyndarík ljóðabók, full af leikgleði þar sem myndmáli er beitt á snjallan og óvenjulegan hátt. Ljóðin mynda sterka heild og fanga vel tilfinningar tengdar hversdagslegum samskiptum og fjölskylduböndum,“ eins og segir í umsögn. Birgitta Björg og Sölvi ljúka meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands í sumar og eru bæði meðlimir í ljóðakollektívinu Múkk.