— Ljósmynd/Alex Nicodim
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sigurmark Íslands í mögnuðum 1:0-sigri á Englandi í vináttulandsleik í knattspyrnu fyrir framan 81.410 áhorfendur á hinum sögufræga Wembley-leikvangi í London í gærkvöldi

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sigurmark Íslands í mögnuðum 1:0-sigri á Englandi í vináttulandsleik í knattspyrnu fyrir framan 81.410 áhorfendur á hinum sögufræga Wembley-leikvangi í London í gærkvöldi. Er þetta í annað skipti sem Ísland leggur England að velli í sögunni og í fyrsta skipti í átta ár, eða síðan í sögufrægum sigri í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í Frakklandi. Frammistaða Íslands í leik gærkvöldsins var hreint út sagt frábær gegn fjórða besta landsliði heims samkvæmt heimslista FIFA. » 49