Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að maður hefði ráðist á Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, og slegið hana þar sem hún var á gangi yfir Kolatorgið í Kaupmannahöfn. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum.
Danska forsætisráðuneytið sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla að Frederiksen væri í áfalli vegna atviksins, en varðist frekari fregna af atvikinu.
Leiðtogar víða um Evrópu fordæmdu atvikið harðlega í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra voru þar á meðal, og sendu þau samúðarkveðjur til Frederiksen vegna árásarinnar.