Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik og skrifað undir tveggja ára samning. Hann er þaulreyndur þjálfari sem tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni, sem ákvað að hætta í þjálfun eftir að…
Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik og skrifað undir tveggja ára samning. Hann er þaulreyndur þjálfari sem tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni, sem ákvað að hætta í þjálfun eftir að Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Friðrik þjálfaði síðast karlalið ÍR árið 2022 en kvaðst eftir það vera hættur í þjálfun; ákvörðun sem hann hefur nú dregið til baka.