Sleggja Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir komust ekki í úrslit í sleggjukasti á Evrópumótinu í Róm í gær.
Sleggja Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir komust ekki í úrslit í sleggjukasti á Evrópumótinu í Róm í gær. — Ljósmynd/Texas State
Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, báðar úr ÍR, komust ekki í úrslit í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsíþróttum í Róm á Ítalíu í gær. Elísabet Rut hafnaði í 15. sæti er hún kastaði sleggjunni 68,02 metra, sem var jafnframt eina gilda kast hennar

Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, báðar úr ÍR, komust ekki í úrslit í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsíþróttum í Róm á Ítalíu í gær.

Elísabet Rut hafnaði í 15. sæti er hún kastaði sleggjunni 68,02 metra, sem var jafnframt eina gilda kast hennar. Tólf efstu komust í úrslit og hefði Íslandsmet Elísabetar Rutar frá því fyrir helgi, 70,47 metrar, dugað henni í sjötta sætið í undankeppninni.

Guðrún Karítas hafnaði í 17. sæti. Lengsta kast hennar var 67,57 metrar. Besta kast hennar á ferlinum, 69,76 metrar, hefði sömuleiðis nægt til þess að komast í úrslit.

Á laugardag hafnaði Hilmar Örn Jónsson úr FH í 24. sæti í undankeppni sleggjukasts karla og komst ekki í úrslit. Hann fékk eitt kast dæmt gilt og var það upp á 72,05 metra.

Íslandsmet hans er 77,10 metrar og hefði nægt til að komast í úrslit.