Eldgos Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg í þriðja sinn.
Eldgos Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg í þriðja sinn. — Morgunblaðið/Hörður Kristleifsson
Miðað við þróun eld­goss­ins á Sundhnúkagígaröðinni má gera ráð fyrir að eldsumbrotunum ljúki seint í sumar, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Morgunblaðið. Gos­virkni held­ur áfram í ein­um gíg við Sund­hnúkagígaröðina

Miðað við þróun eld­goss­ins á Sundhnúkagígaröðinni má gera ráð fyrir að eldsumbrotunum ljúki seint í sumar, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Gos­virkni held­ur áfram í ein­um gíg við Sund­hnúkagígaröðina. Í fyrradag jókst hraun­streymi norðan við Sýl­ing­ar­fell með þeim af­leiðing­um að Grinda­vík­ur­veg­ur fór und­ir hraun í þriðja skiptið.

Þor­vald­ur telur lík­legt að or­sök auk­ins hraun­flæðis frá eld­gos­inu í fyrradag sé sú að lokast hafi fyr­ir hraun­streymi úr gígn­um að sunn­an­verðu.

Þorvaldur telur að varnargarðarnir muni verja Bláa lónið og metur Svartsengisvirkjun ekki í meiri hættu nú en áður. Hann segir erfiðleikana aukast því lengur sem atburðarásin stendur yfir og takmarkanir séu fyrir því hve háa varnargarða hægt sé að byggja. vally@mbl.is