Útvarpsstöðin Classic FM hefur valið Víking Heiðar Ólafsson á lista yfir 25 bestu píanóleikara allra tíma. Þar er Víkingur sagður einn mest spennandi píanóleikari framtíðarinnar og minnt á að hann hafi, rétt yfir þrítugt, verið sagður næsti Glenn Gould

Útvarpsstöðin Classic FM hefur valið Víking Heiðar Ólafsson á lista yfir 25 bestu píanóleikara allra tíma. Þar er Víkingur sagður einn mest spennandi píanóleikari framtíðarinnar og minnt á að hann hafi, rétt yfir þrítugt, verið sagður næsti Glenn Gould. Í þessu samhengi er plata Víkings með Goldberg-tilbrigðum Bachs nefnd sérstaklega. Víkingur er í góðum félagsskap á listanum en þar eru tónlistarmenn á borð við Franz Liszt, Vladimir Ashkenazy, Beethoven og Mozart.