Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í Áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Báður Örn Birkisson (2.229), hafði hvítt gegn tvíburabróður sínum, Birni Hólm Birkissyni (2.140)

Staðan kom upp í Áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Báður Örn Birkisson (2.229), hafði hvítt gegn tvíburabróður sínum, Birni Hólm Birkissyni (2.140). 30. Ra5! Dc7?! 31. Hxb5 Hb8 32. Hxb8 Hxb8 33. b4! Dxc3 34. Dxc3 Bxc3 35. Kf1 Hb6 36. Hd7 He6 37. g3 a6 38. Hd3 He1+ 39. Kg2 Bf6 40. Hd6 He6 41. Hxe6 fxe6 42. Rc6 Bb2 43. a4 og hvítur innbyrti vinninginn nokkru síðar. Bárður varð einn efstur á mótinu með 7 1/2 vinning af 9 mögulegum en Björn náði öðru sætinu með 7 vinninga. Reyndar varð Gauti Páll Jónsson (2.069) jafn Birni að vinningum en eftir stigaútreikning fékk Björn silfrið. Það þýðir að tvíburarnir, Bárður og Björn, hafa rétt til að taka þátt í landsliðsflokki, Íslandsmótinu í skák árið 2025. Nánari upplýsingar um lyktir áskorendaflokksins má finna á skak.is.