Söfnun Hjördís Rós, Helgi, Valdimar, Lovísa og Ljósbjörg og Guðný.
Söfnun Hjördís Rós, Helgi, Valdimar, Lovísa og Ljósbjörg og Guðný. — Ljósmynd/SOS
Nemendur í Kársnesskóla söfnuðu metfjárhæð fyrir börn í neyð á Gasa. Nemendurnir náðu að safna rúmlega einni milljón króna sem er hæsta fjárhæð sem safnast hefur á góðgerðardegi skólans, ásamt því að vera hæsta fjárhæð sem SOS Barnaþorpunum hefur borist eftir fjáröflun barna hér á landi

Nemendur í Kársnesskóla söfnuðu metfjárhæð fyrir börn í neyð á Gasa. Nemendurnir náðu að safna rúmlega einni milljón króna sem er hæsta fjárhæð sem safnast hefur á góðgerðardegi skólans, ásamt því að vera hæsta fjárhæð sem SOS Barnaþorpunum hefur borist eftir fjáröflun barna hér á landi.

Góðgerðardagur er haldinn ár hvert í skólanum þar sem börn safna fyrir börn og láta nemendur skólans gott af sér leiða með sínum eigin sköpunarkrafti. Nemendur höfðu föndrað og útbúið fjölbreyttan varning og selt.

Fullt var út úr dyrum á góðgerðardeginum, sem haldinn var nýverið, en nemendur höfðu boðið fjölskyldum, vinum og hverfinu öllu. Nokkr­ir full­trú­ar skól­ans, þau Helgi, Valdi­mar, Lovísa og Ljósbrá, fóru á skrif­stofu SOS Barna­þorp­a ásamt kenn­ar­a sín­um, Guðnýju Jóns­dótt­ur, og af­hentu Hjördísi Rós fræðslufulltrúa SOS afrakst­ur dags­ins.