Plakat sýningarinnar Í lausu lofti.
Plakat sýningarinnar Í lausu lofti.
Sýning á verkum myndlistarkonunnar Auðar Lóu Guðnadóttur var opnuð Úthverfu á Ísafirði um helgina. Sýningin ber heitið Í lausu lofti og er innsetning nýrra verka eftir Auði Lóu sem fjalla um það að tilheyra og tilheyra ekki, eða líkt og segir í…

Sýning á verkum myndlistarkonunnar Auðar Lóu Guðnadóttur var opnuð Úthverfu á Ísafirði um helgina. Sýningin ber heitið Í lausu lofti og er innsetning nýrra verka eftir Auði Lóu sem fjalla um það að tilheyra og tilheyra ekki, eða líkt og segir í fréttatilkynningu: „Um tilfinningalíf páfagauka, græna parakeet-fugla í almenningsgörðum í London, orkídeur, birkitré og allt þess á milli.“ Auður Lóa útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur í myndlist sinni einbeitt sér að skúlptúrum úr máluðum pappamassa. Hún hefur sýnt víða og hlaut árið 2018 hvatningarverðlaun Myndlistarráðs. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og stendur til sunnudagsins 7. júlí. Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar í dag og verður boðið upp á léttar veitingar.