Listahátíð Benedikt Kristjánsson flytur tónverk Þuríðar Jónsdóttur.
Listahátíð Benedikt Kristjánsson flytur tónverk Þuríðar Jónsdóttur. — Ljósmynd/Angela Árnadóttir
Tónleikar með yfirskriftina Raddir úr blámanum fara fram í Breiðholtskirkju annað kvöld, 12. júní, kl. 20. Þar kemur fram hinn margverðlaunaði tenór og einsöngvari Benedikt Kristjánsson ásamt tónlistarhópnum Ensemble Adapter

Tónleikar með yfirskriftina Raddir úr blámanum fara fram í Breiðholtskirkju annað kvöld, 12. júní, kl. 20. Þar kemur fram hinn margverðlaunaði tenór og einsöngvari Benedikt Kristjánsson ásamt tónlistarhópnum Ensemble Adapter. Hópurinn hefur starfað á alþjóðavettvangi í tuttugu ár en hann skipa Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari, Matthias Engler slagverksleikari, Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari og Alexandra Kjeld kontrabassaleikari, að því er fram kemur í tilkynningu. Á tónleikunum flytja þau tónverk eftir samtímatónskáldið Þuríði Jónsdóttur.

„Raddir úr blámanum er sveigur fyrir tenór og lítinn kammerhóp,“ segir í tilkynningu. „Ólíkar sönghefðir af veraldlegum og trúarlegum toga eru speglaðar í gegnum tíma og yfir landamæri, endurlesnar og kompóneraðar að nýju í gegnum linsu samtímans.“ Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík sem stendur nú yfir.