Djass Tónlistarmennirnir sem halda djasstónleika á Hafnartorgi í kvöld.
Djass Tónlistarmennirnir sem halda djasstónleika á Hafnartorgi í kvöld.
Tónlistarþríeykið Ragnheiður Gröndal söngkona, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Birgir Steinn Theodórsson kontrabassaleikari heldur djasstónleika á Hafnartorgi í kvöld, 11. júní, kl. 19. Þar ætlar þríeykið „að veita hlustendum gleði í bland við…

Tónlistarþríeykið Ragnheiður Gröndal söngkona, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Birgir Steinn Theodórsson kontrabassaleikari heldur djasstónleika á Hafnartorgi í kvöld, 11. júní, kl. 19. Þar ætlar þríeykið „að veita hlustendum gleði í bland við að fanga djúpstæðar tilfinningar,“ og flytja efnisskrá sem verður blanda af gamalli dægurtónlist og nýlegri eigin tónlist, segir í tilkynningu.

Tónleikarnir eru hluti af þriðjudagsdjassviðburðum á Hafnartorgi sem eru annað hvert þriðjudagskvöld og enda hinn 25. júní, en röðina skipulagði söngkonan Rebekka Blöndal í samstarfi við Hafnartorg, að því er fram kemur á heimasíðu Hafnartorgs.