Farþegar á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar á Keflavíkurflugvelli. — Morgunblaðið/Eggert
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 155 þúsund í nýliðnum maí samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða 3.600 þúsund færri brottfarir en mældust í maí í fyrra

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 155 þúsund í nýliðnum maí samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða 3.600 þúsund færri brottfarir en mældust í maí í fyrra.

Ríflega fjórðungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna. Þjóðverjar voru í öðru sæti, um 7,6% brottfara. Brottfarir Pólverja voru í þriðja sæti og Bretar í því fjórða.

Frá áramótum hafa um 748 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 720 þúsund talsins. Um er að ræða 3,9% fjölgun milli ára. Samtals voru brottfarir á tímabilinu janúar til maí í ár um 94,2% af þeim brottförum sem þær mældust á sama tímabili metárið 2018. Flestar brottfarir í maí voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna, 42.300 talsins, eða ríflega fjórðungur heildarbrottfara.

Samtals voru brottfarir á tímabilinu janúar til maí í ár um 94,2% af þeim brottförum sem þær mældust á sama tímabili metárið 2018.

Brottfarir Íslendinga voru um 56 þúsund í maí, 5.600 færri en í maí 2023. Frá áramótum hafa um 236 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 238 þúsund. Um er að ræða 0,9% fjölgun milli ára.