Mikil áform Hér má sjá hluta af fyrirhuguðu hóteli og baðlóni.
Mikil áform Hér má sjá hluta af fyrirhuguðu hóteli og baðlóni. — Teikning/Populous
Eigendur World Class áforma að reisa heilsuhótel og baðlón ásamt líkamsrækt á Fitjum í Njarðvík. Skipulagið er í kynningu og ef allt gengur að óskum gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Björn Leifsson, einn eigenda World Class, bindur vonir við að lónið verði opnað 2028

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Eigendur World Class áforma að reisa heilsuhótel og baðlón ásamt líkamsrækt á Fitjum í Njarðvík. Skipulagið er í kynningu og ef allt gengur að óskum gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Björn Leifsson, einn eigenda World Class, bindur vonir við að lónið verði opnað 2028.

Björn segir ekki ólíklegt að verkefnið muni kosta um 20 milljarða.

Veitingastaður með útsýni

Lónið verði þrískipt. Í fyrsta lagi baðstofulón fyrir hótelgesti og spa-gesti. Í öðru lagi almenningslón og í þriðja lagi barnalón með leiktækjum. Neðar á lóðinni verða tvö gufuböð, hálfniðurgrafin, og heitur og kaldur pottur. „Þá verður veitingastaður við lónin með útsýni til hafs,“ segir Björn Leifsson.

Á hæðum 2-5 verða hótelherbergi, 30,5 til 56 fermetra stór, og þakbar með aukinni lofthæð sem snýr að hafi. Byggingin verður ríflega 19.000 fermetrar og kjallarinn 3.000 til 4.000 fermetrar. Við hótelið verða 121 bílastæði ofanjarðar og því samtals 332 stæði við hótelið.

Fjallað er um áformin í ViðskiptaMogganum í dag og birtar myndir af verkefninu í fyrsta skipti.

Höf.: Baldur Arnarson