Norður ♠ ÁK72 ♥ ÁK5 ♦ 5 ♣ ÁD1054 Vestur ♠ G54 ♥ 98762 ♦ Á1094 ♣ 3 Austur ♠ D1093 ♥ – ♦ K8762 ♣ G987 Suður ♠ 86 ♥ DG1043 ♦ DG3 ♣ K62 Suður spilar 6♥

Norður

♠ ÁK72

♥ ÁK5

♦ 5

♣ ÁD1054

Vestur

♠ G54

♥ 98762

♦ Á1094

♣ 3

Austur

♠ D1093

♥ –

♦ K8762

♣ G987

Suður

♠ 86

♥ DG1043

♦ DG3

♣ K62

Suður spilar 6♥.

Vestur spilar út tígulás og meiri tígli gegn hjartaslemmu suðurs. Sagnhafi trompar í borði (blessunarlega smátt), leggur niður hjartaás og austur hendir tígli. Það er nefnilega það.

Tromplegan sem slík er ekki banvæn en setur smá strik í laufreikninginn. Nú er ekki lengur hægt að fría fimmta laufið með trompun ef gosinn er fjórði úti. Alla vega. Sagnhafi tekur á hjartakóng og veltir fyrir sér næsta leik. Er eitthvert vit í því að byrja á laufás áður en laufi er spilað heim á kóng? Ja, það væri sniðugt ef vestur ætti gosann fjórða. En er það líklegt?

Nei. Hitt er mun sennilegra að austur sé með lengd í laufi. Eigi austur á tígulkóng með laufvaldinu lendir hann einfaldri þvingun í lokin svo framarlega sem sagnhafi „man eftir“ að taka ♠ÁK áður hann fer heim á laufkóng!

En það er auðvelt að gleyma því.