Evrópumeistari Jordan Díaz náði þriðja besta árangri sögunnar þegar hann sveif 18,18 metra á Evrópumeistaramótinu í Róm í fyrrakvöld.
Evrópumeistari Jordan Díaz náði þriðja besta árangri sögunnar þegar hann sveif 18,18 metra á Evrópumeistaramótinu í Róm í fyrrakvöld. — AFP/Andreas Solaro
Spánverjinn Jordan Díaz skráði sig á spjöld sögunnar í fyrrakvöld þegar hann varð Evrópumeistari í þrístökki karla á Evrópumótinu í Róm. Díaz átti þriðja lengsta stökk sögunnar þegar hann sveif 18,18 metra

Spánverjinn Jordan Díaz skráði sig á spjöld sögunnar í fyrrakvöld þegar hann varð Evrópumeistari í þrístökki karla á Evrópumótinu í Róm.

Díaz átti þriðja lengsta stökk sögunnar þegar hann sveif 18,18 metra. Það er mótsmet, fyrra metið, 17,99 metra, átti Jonathan Edwards frá árinu 1998. Edwards á sjálfur lengsta stökkið, 18,29 metra, og Christian Taylor frá Bandaríkjunum stökk 18,21 metra.

Díaz er 23 ára gamall Kúbumaður, sem stakk af í æfingaferð til Spánar árið 2021 og sneri ekki aftur til heimalandsins. Hann missti því af Ólympíuleikunum sumarið 2021 og keppti í fyrsta sinn fyrir Spán á stórmóti í Róm. Hann fékk keppnisréttinn með Spáni síðasta föstudag, á fyrsta degi EM.

Þetta eru hans fyrstu verðlaun á alþjóðlegu móti fullorðinna en Diaz hefur orðið heimsmeistari í bæði U18 og U20 ára flokkum og sigraði í þrístökkinu á Ólympíuleikum ungmenna árið 2018.