Antony Blinken
Antony Blinken
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hét því í gær að leitast við að ná samkomulagi um vopnahlé á Gasa, þrátt fyrir að ekki væru allar kröfur Hamas ásættanlegar. Hann sagði að í samráði við sáttasemjara Katar yrði reynt að ná samkomulagi

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hét því í gær að leitast við að ná samkomulagi um vopnahlé á Gasa, þrátt fyrir að ekki væru allar kröfur Hamas ásættanlegar. Hann sagði að í samráði við sáttasemjara Katar yrði reynt að ná samkomulagi. Áætlun Bandaríkjamanna miðar að því að Ísraelsher hverfi frá stórum íbúasvæðum á Gasa og að vopnahlé muni standa í sex vikur. Blinken vildi ekki tjá sig um kröfur Hamas. „Við teljum að sumar umbeðnar breytingar [Hamas] séu framkvæmanlegar og aðrar ekki,“ sagði Blinken í gær við fréttamenn í Doha og bætti við að ábyrgðin væri núna hjá Hamas-samtökunum, en heimsbyggðin væri sameinuð í að reyna að binda enda á stríðið sem nú hefur staðið yfir í átta mánuði.