List Eitt verka Magnúsar en þar kemur landslag Bandaríkjanna við sögu.
List Eitt verka Magnúsar en þar kemur landslag Bandaríkjanna við sögu.
Tvær sýningar verða opnaðar í Kling & Bang í dag, fimmtudaginn 13. júní, annars vegar Silfurgjá eftir Guðrún Mörtu Jónsdóttur og hins vegar Óþægileg blæbrigði eftir Magnús Sigurðarson

Tvær sýningar verða opnaðar í Kling & Bang í dag, fimmtudaginn 13. júní, annars vegar Silfurgjá eftir Guðrún Mörtu Jónsdóttur og hins vegar Óþægileg blæbrigði eftir Magnús Sigurðarson. Opnunin hefst kl. 17.

Segja má að sýningarnar tvær kallist á. „Tveir íslenskir listamenn af ólíkum kynslóðum takast endurtekið á við Ameríku í verkum sínum. Hugmyndir um vald, jarðfræðilega ást, skáldaða hugmynd um þjóð, hver hefur orðið, skemmtilega óvininn og Rómaveldi okkar tíma – er meðal þess sem kemur fyrir í verkum Magnúsar Sigurðarsonar og Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur,“ segir í tilkynningu.

Sýningarnar eru hluti af Listahátíð í Reykjavík en á lokadegi hátíðarinnar, sunnudaginn 16. júní, kl. 14 verður haldið listamannaspjall með Magnúsi og Guðrún Marta fremur gjörning.