Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia telur að það geti kostað 300-500 milljarða króna að byggja nýjan alþjóðaflugvöll sem byði upp á tengiflug líkt og Keflavíkurflugvöllur. Tilefnið er umræða um öryggi Keflavíkurflugvallar vegna tíðra jarðhræringa …

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia telur að það geti kostað 300-500 milljarða króna að byggja nýjan alþjóðaflugvöll sem byði upp á tengiflug líkt og Keflavíkurflugvöllur.

Tilefnið er umræða um öryggi Keflavíkurflugvallar vegna tíðra jarðhræringa á Reykjanesskaga og áform um að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni. Þá er rætt um að dreifa betur umferð ferðamanna.

Hvassahraun er suðvestur af Völlunum í Hafnarfirði og hafa jarðfræðingar og skipulagsfræðingar bent á nálægð þessara svæða við eldstöðvakerfin.

Gæti hafist eftir öld

Má í því efni rifja upp að í skýrslu Rögnunefndar frá 2015 var haft eftir sérfræðingum ÍSOR að búast mætti við að næsta gosskeið á Reykjanesskaga hæfist í Brennisteinsfjöllum og kynni að hefjast eftir um eina öld.

Síðan hófust eldsumbrot á Reykjanesskaga í mars 2021.

Spurður hvaða áhrif jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi á framtíðarmöguleika Keflavíkurflugvallar segir Sveinbjörn að völlurinn sé líklega á besta hugsanlega stað á Reykjanesinu með tilliti til eldsumbrota. Völlurinn standi uppi á heiði og sé utan þess svæðis þar sem jarðvísindamenn telja að eldgos geti komið upp. Því sé ekki talið að hraunrennsli geti ógnað innviðum. Öðru máli gegni um Hvassahraun.

Nokkrar sviðsmyndir

Í skýrslu svonefndrar Rögnunefndar voru kynntar þrjár áætlanir á kostnaði við flugvöll í Hvassahrauni, á verðlagi 2014; 22,3 milljarðar, 35,7 milljarðar og 51,4 milljarðar.

Þessar fjárhæðir eru um 33, 52 og 76 milljarðar á núvirði.