Félagar Sigurður Flosason fer fyrir djasshljómsveitinni Sálgæslunni.
Félagar Sigurður Flosason fer fyrir djasshljómsveitinni Sálgæslunni.
Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á þriðju tónleikum sumarsins, laugardaginn 15. júní, kemur fram hljómsveitin Sálgæslan, djass- og blúshljómsveit saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Þórir Baldursson á…

Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á þriðju tónleikum sumarsins, laugardaginn 15. júní, kemur fram hljómsveitin Sálgæslan, djass- og blúshljómsveit saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og trommuleikarinn Einar Scheving. Í tilkynningu kemur fram að sérstakur gestur í hluta dagskrárinnar verði söngkonan Andrea Gylfadóttir.

„Flutt verður tónlist á mörkum djass, blús og soul – grípandi og glaðbeitt lög með göróttum textum,“ segir þar einnig. Tónleikarnir fara fram utan dyra á Jómfrúartorginu, milli kl. 15 og 17. Aðgangur er ókeypis.