Erlingur Jónsson
Erlingur Jónsson
Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjanesbæjar í gær í 30 ára afmælisviku bæjarins. Annars vegar er um að ræða einkasýningu með verkum Erlings Jónssonar (1930-2022) en hins vegar sýningu á verkum úr safneign sem ber yfirskriftina Inn í ljósið

Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjanesbæjar í gær í 30 ára afmælisviku bæjarins. Annars vegar er um að ræða einkasýningu með verkum Erlings Jónssonar (1930-2022) en hins vegar sýningu á verkum úr safneign sem ber yfirskriftina Inn í ljósið.

Verk Erlings koma úr einkasafni fjölskyldu hans en einnig verða sýndar ljósmyndir af listamanninum sem eru í eigu listasafnsins. Árið 1991 varð Erlingur fyrstur til þess að hljóta útnefninguna bæjarlistamaður Keflavíkur, nú Reykjanesbæjar, en stór hluti útilistaverka bæjarins er eftir hann. Hin sýningin er tilkomin vegna þess að Listasafn Reykjanesbæjar er að flytja safneign sína í nýtt varðveisluhús í sumar og í því ferli hefur ýmislegt dýrmætt komið í ljós. Sýningin Inn í ljósið samanstendur af verkum úr safneign og aðallega landslagsverkum eftir íslenska listmálara.

Sýningarnar standa til 18. ágúst 2024.