Mathöll Það eru fjölbreyttir veitingastaðir í Mjólkurbúinu á Selfossi.
Mathöll Það eru fjölbreyttir veitingastaðir í Mjólkurbúinu á Selfossi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Við höfum haft heimamanninn með okkur í liði frá fyrsta degi,“ segir Árni Leósson, einn rekstraraðila veitingastaðanna Röstí, Takkó, Romano og Samúelsson, sem allir eru í mathöllinni í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss

<autotextwrap>

„Við höfum haft heimamanninn með okkur í liði frá fyrsta degi,“ segir Árni Leósson, einn rekstraraðila veitingastaðanna Röstí, Takkó, Romano og Samúelsson, sem allir eru í mathöllinni í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss. Hann segir mjög gaman að reka staðina á sumrin en þegar minna er um túrista og íslenska ferðamenn þá hjálpi heimamenn til. Árni ólst sjálfur upp á Selfossi og segir nýja miðbæinn hafa gjörbreytt öllu og tekur hann fram að tónleikasalurinn sé sérstaklega vel heppnaður.

„Á Röstí erum við með smassborgara. Við getum eldað þá hratt og afkastað í takt við mathöll, sem er mikilvægt því þar býst fólk við að fá matinn sinn hratt. Á Röstí erum við líka með breytilega borgara þar sem við vinnum með fyrirtækjum á svæðinu og gefum kokkunum okkar tækifæri til að prófa eitthvað nýtt, kjúklingaborgara, vængi og tíu íslenska bjóra á krana. Það klikkar ekki,“ segir Árni. „Ef vinkonuhópar fara að versla þá stoppa þær að öllum líkindum á Takkó, hann er líka hrikalega vinsæll. Einnig er þetta fallegt á diski. Þetta er íslenska útgáfan af taco-inu, það er ekkert salsa og meira djúpsteiktur kjúklingur, rifinn grís og meira majónes. Erum að heimfæra þetta meira til Íslands.“

Ítalski pastastaðurinn Romano er hefðbundnari en þar er boðið upp á ferskt pasta og hefðbundnar uppskriftir. „Við höfum líka blandað tveimur amerísk-ítölskum réttum inn eins og pasta alfredo, annars eru hefðbundnir ítalskir réttir.“

Íslenskir og erlendir ferðamenn sækja meira í Samúelsson sem er fínni staður. „Þar er hægt að fá fisk og steik til dæmis. Fish & Chips selst helmingi meira en allir aðrir réttir,“ segir Árni.