Sýning Hljóð er skoðað út frá efnis- og eðlislægum eiginleikum.
Sýning Hljóð er skoðað út frá efnis- og eðlislægum eiginleikum.
Sýningin Rás, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík, verður opnuð í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 17-19. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Aki Onda, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir og Logi Leó Gunnarsson

Sýningin Rás, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík, verður opnuð í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 17-19. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Aki Onda, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir og Logi Leó Gunnarsson. Verkin „kvikna út frá hljóði en þaðan stefna þau í ólíka átt“, eins og segir í tilkynningu.

Rás er hugsuð sem mögulegt svar við þeirri mótsögn sem felst í því að „sýna hljóð“; ómöguleikinn sem birtist okkur verður að leik eða þraut: Hvernig er hægt að skapa sýningu sem höfðar fyrst og fremst til eyrnanna? Í spurningunni er ákveðinn útúrsnúningur falinn. Hljóði fylgir jafnan sjónræn umgjörð og skynfærin spila yfirleitt saman á einhvern hátt. Við hljóð koma óhjákvæmilega myndir upp í hugann og öfugt. Spurningunni fylgir einföld æfing sem skilgreinir ramma sýningarinnar og felur í sér að hljóð er skoðað út frá sínum efnislegu og eðlislægu eiginleikum.“

Sýningarstjórar eru Sunna Ástþórsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð en sýningin stendur til 4. ágúst.