Bærinn Árásin var framin í Súðavík.
Bærinn Árásin var framin í Súðavík.
Karlmaður var stunginn með hnífi í heimahúsi í Súðavík aðfaranótt miðvikudags og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn er úr lífshættu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut hann alvarlega áverka í árásinni

Karlmaður var stunginn með hnífi í heimahúsi í Súðavík aðfaranótt miðvikudags og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn er úr lífshættu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut hann alvarlega áverka í árásinni.

Ungur karlmaður er grunaður um verknaðinn og var hann handtekinn á staðnum. Hann gistir nú í fangageymslum lögreglu á Ísafirði. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Ekki hafa verið veittar nánari upplýsingar um árásarmanninn né þann sem fyrir árásinni varð. Rannsókn lögreglu er á frumstigi.

„Okkar menn voru fljótir að ná tökum á vettvangi og var sá grunaði handtekinn strax og fluttur á lögreglustöðina,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is í gær.