Neyð Rúmlega helmingur þeirra sem hafa flúið Súdan er börn.
Neyð Rúmlega helmingur þeirra sem hafa flúið Súdan er börn. — AFP
Yfir 10 milljón manns hafa nú flúið stríðsátökin í Súdan, um fjórðungur íbúa landsins. Rúmar sjö milljónir manna flúðu heimili sín eftir að stríðsátök brutust út á milli stjórnarhers Súdans og RSF-uppreisnarhersins, en tæpar þrjár milljónir höfðu þegar flúið Súdan vegna fyrri átaka

Yfir 10 milljón manns hafa nú flúið stríðsátökin í Súdan, um fjórðungur íbúa landsins. Rúmar sjö milljónir manna flúðu heimili sín eftir að stríðsátök brutust út á milli stjórnarhers Súdans og RSF-uppreisnarhersins, en tæpar þrjár milljónir höfðu þegar flúið Súdan vegna fyrri átaka. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar sem birt var í vikunni.

Þriðjungur þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín bjuggu í höfuðborginni Kartúm sem er nú skipt milli stríðandi fylkinga. Þá er talið að 55% þeirra sem hafa flúið Súdan séu börn undir 18 ára aldri og er fjórðungur þeirra undir fimm ára aldri.

Stríðið braust út í apríl í fyrra eftir að sameina átti herafla RSF og stjórnarhersins en þá höfðu þessar tvær fylkingar farið saman með stjórn í landinu.

Heildarfjöldi látinna óljós

Ekki er vitað um heildarfjölda látinna á svæðinu en talið er að það hlaupi á hundruðum þúsunda. Þá er talið að enn fleiri muni láta lífið með yfirvonandi skort á mannúðaraðstoð, en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa sakað báðar fylkingar um kerfisbundnar hindranir og vísvitandi höft á mannúðaraðstoð.

Óttast versnandi ástand

Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað varað við því að Súdan standi frammi fyrir verstu fólksflutningakreppu heims, þar sem engin ummerki eru um að stríðið taki fljótt enda. Þá er hungursneyð einnig yfirvonandi. SÞ telja að 18 milljónir manna fái ekki nauðsynlega næringu og að 3,6 milljónir barna séu vannærðar. Líklegt er að ástandið eigi eftir að versna enn á komandi vikum.