Anya Taylor-Joy leikur Furiosu.
Anya Taylor-Joy leikur Furiosu.
Nýjasta kvikmyndin í Mad Max-bálkinum, Furiosa: A Mad Max Saga, hefur notið furðulítillar aðsóknar í kvikmyndahúsum víða um lönd og hefur það valdið framleiðendum vonbrigðum

Nýjasta kvikmyndin í Mad Max-bálkinum, Furiosa: A Mad Max Saga, hefur notið furðulítillar aðsóknar í kvikmyndahúsum víða um lönd og hefur það valdið framleiðendum vonbrigðum. Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 23. maí og voru miðasölutekjur langt undir væntingum yfir frumsýningarhelgi. Segir á vef Collider að miðasölutekjur séu töluvert lægri en framleiðendur bjuggust við og að sýningum hafi verið fækkað umtalsvert. Einna best hefur myndin gengið í Suður-Kóreu, Bretlandi, Mexíkó og Frakklandi.

Þann 11. júní sl. námu miðasölutekjur af myndinni á heimsvísu 145 millj. bandaríkjadala en framleiðslukostnaður var 168 millj. bandaríkjadala. Vantar því enn 23 milljónir bandaríkjadala upp á, sem eru vel rúmir þrír milljarðar króna.