Francoise Hardy árið 1965
Francoise Hardy árið 1965
Francoise Hardy lést 11. júní, áttræð að aldri. Hardy var frönsk söng- og leikkona sem og lagahöfundur og einkum kunn af tregafullum ballöðum. Hún kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum og sló í gegn með laginu „Tous les garçons et les filles“

Francoise Hardy lést 11. júní, áttræð að aldri. Hardy var frönsk söng- og leikkona sem og lagahöfundur og einkum kunn af tregafullum ballöðum. Hún kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum og sló í gegn með laginu „Tous les garçons et les filles“. Hún söng ekki aðeins á móðurmáli sínu heldur einnig ensku, ítölsku og þýsku og naut hylli víða um lönd. Á ferli sínum gaf hún út yfir 30 plötur og var ein vinsælasta söngkona Frakklands fyrr og síðar.