Gull Karsten Warholm er 28 ára gamall og óstöðvandi á EM.
Gull Karsten Warholm er 28 ára gamall og óstöðvandi á EM. — AFP/Anne-Cristine Poujoulat
Norðmaðurinn Karsten Warholm hélt áfram sigurgöngu sinni á EM í frjálsíþróttum í fyrrakvöld þegar hann sigraði í 400 m grindahlaupi í Róm. Hann hefur þar með orðið Evrópumeistari í greininni þrisvar í röð og hljóp vegalengdina á 46,98 sekúndum, sem er mótsmet

Norðmaðurinn Karsten Warholm hélt áfram sigurgöngu sinni á EM í frjálsíþróttum í fyrrakvöld þegar hann sigraði í 400 m grindahlaupi í Róm. Hann hefur þar með orðið Evrópumeistari í greininni þrisvar í röð og hljóp vegalengdina á 46,98 sekúndum, sem er mótsmet. Warholm á fram undan harða baráttu um ólympíugullið í París en keppinautar hans þar, Alison dos Santos frá Brasilíu og Rai Benjamin frá Bandaríkjunum, hafa náð betri tímum en hann í ár.