— AFP/Filippo Monteforte
Fundur leiðtoga G7-ríkjanna hefst í dag á Ítalíu og stendur fram á laugardag. Vaxandi spenna á heimsvísu verður rædd á fundinum, einkum sem snýr að Úkraínu og Mið-Austurlöndum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Fumio…

Fundur leiðtoga G7-ríkjanna hefst í dag á Ítalíu og stendur fram á laugardag. Vaxandi spenna á heimsvísu verður rædd á fundinum, einkum sem snýr að Úkraínu og Mið-Austurlöndum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Fumio Kishida forsætisráðherra Japans hittast ásamt fleirum á lúxusdvalarstaðnum Borgo Egnazia. Við upphaf fundarins í dag verða m.a. málefni Afríku og loftslagsbreytingar rædd, en síðar verður fundur helgaður ástandinu í Mið-Austurlöndum og loks staðan í Úkraínu. Verður þá forseti Úkraínu, Volodímir ­Sel­enskí, viðstaddur.

Frans páfi mun sitja fund um gervigreind en í Vatíkaninu hefur verið mikil umræða um siðferðilegar spurningar og áhrif gervigreindar á líf manna.