Efnahagur Þarf að rifa seglin á þjóðarskútunni?
Efnahagur Þarf að rifa seglin á þjóðarskútunni?
Eitthvað virðist farið að örla á eðlilegum samdrætti í efnahagslífinu og einhverjir byrjaðir að spyrna fótum við gegndarlausri lúxuseyðslu eins og hönnunarbrúm og yfirvöxnum byggingum banka á vegum ríkisins

Eitthvað virðist farið að örla á eðlilegum samdrætti í efnahagslífinu og einhverjir byrjaðir að spyrna fótum við gegndarlausri lúxuseyðslu eins og hönnunarbrúm og yfirvöxnum byggingum banka á vegum ríkisins. Peningana mætti nota betur í brýn verkefni sem við blasa.

Heiður skilið eiga þingmenn sem taka sig út úr hjörðinni og benda á yfirgengilegheitin sem spanna allt upp í tvöföldun á upphaflegum kostnaði

Kannski er farið að sjást í botninn á ríkiskassanum og gott þegar einhverjir benda á hættuna.

Þá er umhugsunarvert þegar nefnt er að hugsanlega liggi ekki svo mjög á nýjum virkjunum þegar mesta orkan kunni að lenda í erlendum gagnaverum sem við gætum allt eins verið án.

Orkuskiptin virðast ætla að dragast bæði hér og annars staðar og dagar útilokunar jarðefnaeldsneytis í heiminum fjarlægst sömuleiðis.

Búum okkur undir hóflegan samdrátt sem þarf ekki að vera svo slæmur. Það getur verið hollt að draga saman segl í slæmum sjó, lækka siglinguna en halda stefnunni fyrir því.

Sunnlendingur