París Emmanuel Macron í brjálæðislegu stuði.
París Emmanuel Macron í brjálæðislegu stuði. — Skjáskot/France 2
Liðnar vikur voru veisla fyrir áhugamenn um kosningar, þar sem barátta um valdalítið embætti vakti ótrúlegan hita. En það er nóg eftir. Kosningabaráttan er hafin í Bandaríkjunum, er á fullum snúningi í Bretlandi og hver veit nema senn verði aftur…

Andrés Magnússon

Liðnar vikur voru veisla fyrir áhugamenn um kosningar, þar sem barátta um valdalítið embætti vakti ótrúlegan hita. En það er nóg eftir. Kosningabaráttan er hafin í Bandaríkjunum, er á fullum snúningi í Bretlandi og hver veit nema senn verði aftur kosið hér?

Allt er það þó ákaflega rólyndislegt miðað við pólitíkina í Frakklandi þessi dægrin.

Eftir útreið í Evrópuþingskosningum ákvað Macron Frakklandsforseti að rjúfa þing og boða til kosninga, svona til þess að mana franska kjósendur til þess að taka alvöru afstöðu til Þjóðfylkingar Marine Le Pen.

Franskt stjórnmálalíf er búið að vera í samfelldu taugaáfalli í beinni útsendingu síðan, bæði til hægri og vinstri. Flokksformenn hafa misst sig í viðtölum, verið flæmdir úr embætti, myndað bandalög og slitið þeim og einn læsti sig inni á flokksskrifstofunni, svo fátt sé nefnt. Aðeins á fjórum dögum, svo það má ímynda sér ástandið rétt fyrir kjördag í lok mánaðarins.

Það er því óhætt að mæla með frönsku stöðvunum þessa dagana (France 24 er á ensku), sem eru undursamleg blanda raunveruleikasjónvarps, drama, sápu, sálfræðitryllis og farsa.

Höf.: Andrés Magnússon